Viðburðir falla niður vegna veðurs

Vegna óveðurs hefur verið ákveðið að fella niður Kirkjuskólann í Grundarfjarðarkirkju í dag.

Þá verður engin fermingarfræðsla heldur í Stykkishólmskirkju.

Í tengslum við Rökkurdaga í Grundarfirði átti að halda uppistandssýninguna Á tæpasta vaði með Birni Braga og Ara Eldjárn í Samkomuhúsinu í kvöld en ákveðið hefur verið að fresta henni um 2 vikur. Í tilkynningu frá Sonus viðburðum segir: „Kæru Grundfirðingar og aðrir íbúar Snæfellsness! Við teflum ekki á tæpasta vað við að koma okkur á staðinn og allra síst viljum við stofna lífum ykkar og limum í hættu. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að seinka þessari sýningu um 2 vikur. Þeir sem eru búnir að kaupa sér miða og sjá sér ekki fært um að koma þá fá að sjálfsögðu endurgreitt.”