Vikupistlar bæjarstjóra

Á nýjum vef Stykkishólmsbæjar má nú finna vikulega pistla frá bæjarstjóra. Þegar þetta er ritað er einn pistill kominn en stefnt er að því að birta þá vikulega.

Í pistlinum sem birtist föstudaginn 21. október sl. fer bæjarstjóri yfir einkunnagjöf fjárhags bæjarins í tímaritinu Vísbendingu sem fjallar um viðskipti og efnahag. Hefur bæjarfélagið fært sig úr 34. sæti af 36 upp í 14. sæti.

Farið er yfir helstu framkvæmdir bæjarins það sem af er þessu ári, ber þar helst að nefna endurgerð og malbikun Víkurgötu, malbikun og steypuvinna við gatnamót Borgarbrautar og Aðalgötu, bætt aðgengi fatlaðra við íþróttahúsið og Grunnskólann auk byggingu Amtsbókasafns.

Pistilinn má finna í heild sinni á vefnum stykkisholmur.is