Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Vorverkin

3Y6A8878-1
Símon Karl Sigurðsson
Lilja Margrét Riedel
Lilja Margrét Riedel

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir eru margir Hólmararnir sem þreyta lokapróf í hinum ýmsu framhaldsskólum um þessar mundir. Háskólarnir fara brátt að útskrifa sína kanditata og tónlistarskólarnir einnig. Það er gaman að segja frá því að tveir Hólmarar hafa lokið framhaldsprófi í tónlist nú í vor, en í síðustu viku sögðum við frá Lilju Margréti Riedel tók framhaldspróf í söng í apríl s.l. Hún kemur fram á tónleikum í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtudag. Símon Karl Sigurðarson stóð í sömu sporum í síðustu viku þegar hann hélt sína framhaldsprófstónleika í Listasafni Sigurjóns á klarinett. Símon er að ljúka námi frá klassískri braut Tónlistarskóla FÍH með þessum tónleikum en fer á rytmísku brautina við sama skóla næsta vetur og tekur síðan burtfararpróf vorið 2016. Hann mun ásamt félögum sínum koma með framhaldsprófstónleikana sína hingað í Hólminn í ágúst/september.

sp@anok.is