Miðvikudagur , 23. janúar 2019

X-ið í hönnunarkeppni

samfes-stillFélagsmiðstöðvar unglinga á landsvísu eru í samtökunum SAMFÉS. Samfés stendur fyrir ýmsum viðburðum og um síðustu helgi var hönnunarkeppnin Stíll haldin í Hörpunni í Reykjavík. Keppnin er árleg og hefur verið haldin í 15 ár samfleytt. Þar er keppt í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var náttúra. Markmið kepnninar er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.
Unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.
Fulltrúar X-ins frá Stykkishólmi voru Kristín Birna Sigfúsdóttir var fyrirsæta en Emilía Ósk Jónsdóttir, Védís Ýr Bergþórsdóttir og Svava Jónsdóttir sáu um að hönnun og allan undirbúning. Saman skiluðu þær fjórar, möppu með hugmyndinni. 40 hópar tóku þátt í keppninni.

 

sp@anok.is