Stykkishólmz-Bitterinn sló í gegn

This slideshow requires JavaScript.

Matarmarkaðurinn Stykkishólmz bitter var haldinn í annað sinn laugardag fyrir Hvítasunnu að þessu sinni niðri við höfn. Það voru þær Theódóra Matthíasdóttir og Sara Hjörleifsdóttir sem sáu um undirbúning markaðsins líkt og í desember s.l. þegar hann var haldinn í Rækjunesinu á Reitarveginum. Reist hafði verið tjald við höfnina og skýldi það vel en mikill fjöldi fólks kom til að skoða kræsingar og fá að smakka. Svo mikið var af fólki fyrsta klukkutímann að einhverjir áhugasamir þurftu frá að hverfa. Sannarlega af nógu að taka af krásum framleiddum í héraði og vonandi verður framhald á markaðnum á árinu þó þær Theó og Sara fókuseri báðar á önnur stór verkefni næstu mánuði því báðar eiga þær von á barni í sumar.

frettir@snaefellingar.is