Styttan af sjómanninum lagfærð

screen-shot-2016-11-17-at-14-51-28 Nú í haust var ráðist í það verkefni að gera endurbætur á styttunni af sjómanninum í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Þessi stytta er gerð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og hann setti hana upp árið 1961. Styttan hefur eðlilega látið á sjá á þessum tíma eða 55 árum. M.a. var sprunga um hana miðja og víða farið að molna úr henni.

Menn hafa lagt höfuðið í bleyti hvað best væri að gera við hana og var m.a. haft samband við ættinga Guðmundar, þá bræður Ingvar og Ara Trausta. Þess má geta að Ari Trausti skrifaði grein í eitt Sjómannadagsblaðið okkar og sagði skemmtilega frá því er styttan var sett upp en hann var þá tólf ára gamall og með föður sínum hér í Ólafsvík.

Sagði hann m.a. frá því hverjir komu og heimsóttu föður hans í Sjómannagarðinn en það voru m.a. læknirinn, skólastjórinn og bændur úr sveitinni og nefndi einn sérstaklega. Hann sagði líka frá því er styttan var afhjúpuð.

screen-shot-2016-11-17-at-14-51-42Til viðgerðar á styttunni í haust var fengin þýskur maður Gerhard König að nafni. Hann kom fyrst til Íslands í heimsókn 2004 en hann hafur dvalið á landinu alveg frá 2010. Hann er mikill snillingur í viðgerðum á svona styttum og m.a. sá hann um viðgerð á styttunum eftir Samúel Jónsson sem eru vestur í Selárdal.

Viðgerðin á styttunni af sjó­ manninum tókst afar vel og notaði Gerhard viðurkennd efni til þess og hún lítur mjög vel út. Á næsta vori kemur hann aftur og lagar þá stöpulinn undir henni. Sjómenn í Ólafsvík eru að vonum þakklátir Gerhard fyrir vandað verk sem mun verða til þess að styttan standi um aldir ef að líkum lætur.

Fyrst birt í Bæjarblaðinu Jökli