Sundlaugin í Stykkishólmi opin á ný

Við sögðum frá því í síðasta tölublaði að leki hefði komið upp við útisundlaugina hér í Stykkishólmi með þeim afleiðingum að hún var lokuð í nokkra daga. Komið hefur í ljós að lagnir hafa farið í sundur sem liggja að vaðlaug sem orsökuðu gríðarlega mikinn vatnsleka. Það var því gripið á það ráð að loka vaðlauginni um óákveðinn tíma, þar til viðgerðir geta farið fram. Í ljós hefur komið að leki sem hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma á að öllum líkindum orsök sína í lögnunum að vaðlauginni því hann hefur snarminnkað við þessar aðgerðir og er nokkurnveginn kominn í það sem eðlilegt getur talist í sundlaugum af þessari stærð.