Þétting Ljósnets á næstunni

Mikill munur er á gæðum nettenginga eftir því hvar fólk býr í Ólafsvík, sumstaðar er það meira að segja þannig að öðru megin við götuna gefst íbúum kostur á Ljósnetinu en hinum megin ekki og er ástæðan línulengd frá símstöð, símstöðin er á pósthúsinu og er fjarlægðin mæld eftir því hvernig kapallinn hlykkjast eftir götunum en ekki loftlína. Mikill munur er á gæðum netsins því að með Ljósneti Mílu hafa heimilin möguleika á 50 -­ 100 Mb/s internethraða og allt að 5 myndlyklum eða 2 HD myndlyklum.

Á öllum þéttbýlisstöðum á landinu hafa þau heimili sem eru í 1000 metra línulengd frá símstöð verið tengd ljósneti Mílu og stendur til að þétta tengingar á þessum stöðum með uppsetningu götuskápa. Einnig er hafin vinna við að tengja heimili sem eru í allt að 1.300 metra fjarlægð frá símstöð og fjölga þar með heimilum sem geta tengst Ljósneti umtalsvert.

screen-shot-2017-01-05-at-14-19-21Á meðfylgjandi mynd sést hvernig staðan var í árslok 2013, hús merkt með bláum punkti voru þá komin með ljósnetið, seinna bættust nokkur hús við.

Eftir fyrispurn til Mílu kom í ljós að samkvæmt framkvæmda­ áætlun stendur til að klára tengingu Ljósnetsins í Ólafsvík næsta haust, þ.e. haustið 2017.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli.