Tíðafar í júlí

Í samantekt á Veðurstofu Íslands um tíðafar í júlí á landinu kemur fram að það var almennt hagstætt í júlí. Hlýtt var um meginhluta landsins, helst að svalt þætti suðvestanlands fram eftir mánuði. Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári.
Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,7 stig og er það 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,6 undir meðallagi síðustu tíu ára.  Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 2,2 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 1,5 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 11,1 stig 1,2 stigi fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 en 0,1 stigi fyrir neðan meðallag síðustu 10. ára.
Úrkoma í Reykjavík mældist 37,1 mm, um 70 prósent meðal-úrkomu. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 29,3 mm og er það um 70 prósent meðalúrkomu.