Tvöföld skemmtun

BY5A1692Tvær umferðir fóru fram í Spurningakeppni Snæfellsbæjar síðasta föstudagskvöld. Að þessu sinni kepptu GSNB strákar í Ólafsvík á móti Valafelli í fyrri umferðinni. Þar var hörkukeppni sem endaði með
sigri Valafells. Í seinni umferðinni kepptu Iðnaðarmenn á móti saumaklúbbnum Preggí. Í báðum umferðum réði gleðin og glens ferðinni þó keppnisskapið væri ekki langt undann. Stelpurnar í Preggí voru í dúndur stuði og sigruðu Iðnaðarmennina. Var þetta hin besta skemmtun fyrir þá sem mættir voru, það hefði þó verið enn skemmtilegra að sjá fleiri áhorfendur en eins og allir vita rennur ágóðinn af þessum keppnum til Smiðjunnar í Ólafsvík. Þetta frábæra framtak er unnið af Lionsklúbbnum Þernunni á Hellissandi og ánægjuleg tilbreyting í skemmtanalífi íbúa Snæfellsbæjar.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsta keppni verður en það verður örugglega auglýst síðar.

þa/Bæjarblaðið Jökull