Upplestrarkeppnin

Upplestur ap2016
Þann 6. apríl var stóra upplestarkeppnin haldin í GSnb. Þar spreyttu 20 nemendur 7. bekkjar sig í að lesa upp sögur og ljóð fyrir fullan sal af fólki. Dómarar, þau Gunnsteinn Sigurðsson, G. Sirrý Gunnarsdóttir og Helga Guðjónsdóttir, áttu ekki auðvelt starf fyrir höndum. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og var ekki laust við að áhorfendur fengju gæsahúð af hrifningu yfir flutningi þeirra. Einhverja þurfti dómnefnd að senda áfram í aðalkeppnina og komust þau að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir Lýsuhólsskóla, Minela Crnac og Gylfi Snær Aðalbergsson yrðu aðalmenn í keppninni.Til vara voru valin þau Margret Vilhjálmsdóttir og Jakob Logi Jóhannsson. Aðalkeppnin fer fram í Setbergskirkju í Grundarfirði þann 14. apríl og hefst hún kl 18:00. Við óskum keppendum okkar góðs gengis.

þa/Bæjarblaðið Jökull