Upplestrarkeppnin

Mynd_1628515Mynd_1628512Þriðjudaginn 14. apríl s.l. fór fram Stóra Upplestrarkeppnin í Ólafsvíkurkirkju. Að vanda var þetta mjög hátíðleg stund og stóðu nemendur sig með sóma. Fyrir hönd Grunnskólans í Stykkishólmi kepptu Lóa Kristín Kristjánsdóttir, Samúel Alan Hafþórsson og Thelma Lind Hinriksdóttir sem lenti í öðru sæti keppninnar.Í fyrsta sæti var nemandi úr Grunnskóla Snæfellsbæjar Birgitta Sól og í þriðja sæti nemandi Grunnskóla Grundarfjarðar Tanja Lilja.
Mynd: GSS sp@anok.is