Útgáfuhóf á Stapa

Út er komin ljóðabókin Hug­dettur og heilabrot: Ljóðasafn hjónanna Hallgríms Ólafssonar og Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Yrkisefni þeirra eru fjölmörg og fjölbreytt: ljóðin endurspegla heilabrot þeirra og hugdettur um náttúruna, söguna, mannfólkið, lífið og tilveruna.

Árið 1928 festu þau hjónin, ásamt foreldrum og Þórði bróður Helgu, kaup á eyði­jörðinni Dagverðará í Breiðu­víkurhreppi. Þar reistu þau hús og bjuggu til 1957. Hallgrímur starfaði sem smiður meðfram búskapnum og var meðal annars yfirsmiður við byggingu Hellnakirkju.

Af tilefni þess að ljóðabókin er nú loksins komin úr verður haldið útgáfuhóf þar sem bókin verður kynnt með upplestri og söng. Það verður laugardaginn 15. apríl klukkan 15 í Samkomuhúsinu á Arnar­stapa, Snæfellsbæ. Allir eru vel­komnir.

Bókin verður ekki seld í verslunum að sinni en hana má nálgast hjá dóttur þeirra Hallgríms og Helgu, Aðalheiði sem á veg og vanda að úgáfu þessarar bókar. Hægt er að hafa samband við heidahallgrims@vortex.is eða í síma 863 5187.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli