Útibú Arionbanka lokar í Grundarfirði

Breytingar á útibúum eru kynntar á vef Arionbanka í dag. Taka breytingarnr til útibúa í Garðabæ, Vesturbæ Reykjavíkur, Akureyar og Grundarfjarðar. Vesturbæjarútibú mun deila húsnæði með Póstinum á Hótel sögu og Akureyrarútibúið mun flytja á Glerártorg. Breytingar á útbúum í Garðabæ, Reykjavík og Akureyri taka mið af eftirspurn eftir stafrænum þjónustuleiðum bankans og eru öll nýinnréttuð með það að leiðarljósi. Sérstaklega var horft til útbúsins í Kringlunni sem þykir vel heppnað.

Útibú Arion banka í Grundarfirði mun sameinast útibúinu í Stykkishólmi 5. nóvember. Áfram verður alhliða hraðþjónustubanki í Grundarfirði þar sem m.a. er hægt að taka út og leggja inn seðla, greiða reikninga og millifæra. Starfsfólki í Grundarfirði hefur verið boðið starf í sameinuðu útibúi í Stykkishólmi.