Valtýr í víking til Bretlandseyja

Víkingaskipið Valtýr lagði úr höfn í Stykkishólmi 24.júlí s.l. á leið til meginlands Evrópu. Þessa dagana er skipið við Mull í nágrenni Glasgow á Bretlandseyjum en ferðinni er heitið til Frakklands. Áhöfn telur fjóra en líklega mun fjölga um amk tvo í áhöfninni um helgina. Skipið vekur að sjálfsögðu athygli hvar sem það fer innan um allar plastskúturnar eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem Olga Galeja tók í Mull í gærkveldi.