Veður setur strik í reikninginn í dag!

Veðrið setur strik í reikninginn í dag. Dagskrá í tilefni af 112 deginum hjá björgunarsveitunum í Stykkishólmi og Snæfellsbæ hefur verið frestað.  Messa sem vera átti í Grundarfjarðarkirkju í dag hefur verið felld niður. Sunnudagaskóli í Stykkishólmskirkju fellur einnig niður vegna veðurs.