Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Veðurhamur – lokanir

Það fór að hvessa í gærkveldi og í nótt lokaðist vegurinn á Kjalarnesi og er enn lokaður þegar þetta er ritað. Það gerði það að verkum að póstflutningar, almenningsvagnaferðir og ýmislegt annað fór úr skorðum. Póstbílar frá höfuðborgarsvæðinu komu þannig ekki hingað í Hólminn í nótt vegna veðurs og rútur á vegum FSN óku ekki í morgun.  Þetta gerði það að verkum að enginn póstur kom frá Reykjavík sem hefur áhrif á dreifingu hér á Snæfellsnesinu. Ekki verður borið út í dag af þessum sökum og mun dreifing Stykkishólms-Póstsins  fara fram á morgun, föstudag. Á meðan er hægt að skoða blaðið á vefnum hér!