Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Vélsleðafólk athugið

Við viljum koma því á framfæri að síðastliðið sumar voru gróðursettar 20.000 trjáplöntur í svæði sem Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur til umráða ofan Ólafsvíkur. Öll hlíðin uppaf gamla tjaldstæðinu í Ólafsvík upp að fjallsbrún, inn alla hlíðina og út Krókabrekkur er fullsett af plöntum, brekkan fyrir ofan Hábrekkuna niður í dalinn er líka fullsett af plöntum. Það má segja að allt svæðið ofan gamla tjaldstæðis í austri að Stekkjara sé fullsett af nýjum plöntum.
Við viljum vekja máls á þessu og biðja fólk að virða þá vinnu sem er þarna í gangi, sérstaklega viljum við benda vélsleðafólki á að vera ekki að keyra um á vélsleðum um þessar slóðir nema að það sé komin mikill snjór á svæðið. Við vonumst eftir því að fólk sýni þessu skilning og fari um þetta land með það í huga að það er viðkvæmt.
Fyrir hönd Skógræktarfélags Ólafsvíkur Vagn Ingólfsson.