Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Viðgerðir og viðhald í Hólmgarði og sundlaug Stykkishólms

Viðgerðir standa nú yfir í sundlaug Stykkishólms en verið er að laga flísar í karlaklefum, dúk á rennibrautalaug, rennur við sundlaug ofl. Vonast er til að hægt verði að fara í laugina á morgun laugardag, vatni verður að öllum líkindum hleypt á í dag.

Búið er að taka upp stétt í Hólmgarði sem var farið að sjá verulega á. Búið er að hanna varanlegt svið og bekki í garðinn og vonandi verður af þeim framkvæmdum fljótlega.

Nánar um tillögur að útfærslum