Stækkun Grunnskóla Stykkishólms og sala fasteigna Stykkishólmsbæjar

Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ákveðið að hefja undirbúning að viðbyggingu við grunnskólann sem mun þá hýsa Grunnskóla Stykkishólms, Tónlistarskólann og Amtsbókasafnið. Vegna þeirra áforma er hér með auglýst eftir áhugasömum aðilum til viðræðu um hugsanleg kaup á tilteknum fasteignum bæjarins til uppbyggingar á frekari þjónustu, sem gæti fallið vel að þessum gömlu húsum og því skipulagi sem er í gildi.
Um er að ræða húsnæði Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi og húsnæði Tónlistarskóla Stykkishólms. Báðar byggingarnar eru staðsettar á einstökum útsýnislóðum og gefst hér gullið tækifæri til uppbyggingar á margbreytilegri þjónustu.

3Y6A4943Hafnargata 7

Hafnargata 7 í þjóðskrá

Deiliskipulag

Hús Amtsbókasafnsins stendur í hjarta bæjarins á Plássinu. Gamla bæjarmyndin blasir við frá aðalinngangi hússins og útsýni er til gömlu húsanna, út til eyja, sjávar og hafnarsvæðisins. Húsið er byggt árið 1965 og stærð þess er 270m² Stækkunarmöguleikar hússins eru til austurs skv. deiliskipulagi og mun réttur til viðbyggingar fylgja.
Fasteignamat: 16.615.000-kr Brunabótamat: 65.800.000-kr

 

Teikning frá 1962 fyrir Kaupfélag Stykkishólms
Teikning frá 1962 fyrir Kaupfélag Stykkishólms
Deiliskipulag – í gildi en verður breytt í samræmi við drög að lóðarblaði.
Deiliskipulag – í gildi en verður breytt í samræmi við drög að lóðarblaði.

 

Hús séð frá Norska húsinu
Hús séð frá Norska húsinu
Útsýni frá aðalinngangi
Útsýni frá aðalinngangi

 


Húsin séð frá götunni.
Húsin séð frá götunni.

Skólastígur 11 & Skólastígur 11a:  Tónlistarskólinn í Stykkishólmi og Ásbyrgi

Skólastígur 11 í Þjóðskrá

Skólastígur 11a í Þjóðskrá

Hús Tónlistarskólans (þar sem áður var Barnaskólinn) stendur hátt í Stykkishólmi með einstöku útsýni yfir bæinn og Breiðafjörðinn. Skólahúsið 387,4m² er byggt árið 1934, (elsti hluti, skv. Fasteignaskrá) eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Skólinn var stækkaður árið 1948 um 349m². Ásbyrgi (byggt sem skólastjórabústaður nr. 11a) 130m² var byggður árið 1935. Heildarstærð skv. þjóðskrá er 866,4m². Byggingarréttur og tiltekinn nýtingarréttur verður veittur á lóðinni og er deiliskipulag í vinnslu. Til greina kemur að leyfa byggingu strax á þessari einstöku útsýnislóð

Fasteignamat: 55.850.000-kr Brunabótamat: 178.050.000-kr

 

 

 

Útsýni.
Útsýni.
Húsin séð frá lóð.
Húsin séð frá lóð.
Teikning Guðjóns Samúelssonar af skólahúsi.
Teikning Guðjóns Samúelssonar af skólahúsi.
Deiliskipulag – í gildi en verður breytt í samræmi við drög að lóðarblaði.
Deiliskipulag – í gildi en verður breytt í samræmi við drög að lóðarblaði.

 

Fyrirspurnir um þetta verkefni má senda á netfangið: sturla@stykkisholmur.is

Beiðni um viðræður og samstarf vegna þessa verkefnis og tilboð í lóðir og hús sendist bæjarstjóranum í Stykkishólmi fyrir 19. janúar 2015 kl.15 þegar tilboð verða opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda.
Skriflegt tilboð skal merkt „Tilboð í lóð og hús Gamla Barnaskólans og/eða lóð og hús Amtsbókasafnsins“.

Bæjarstjórinn í Stykkishólmi , Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur


Í Stykkishólmi búa um 1100 íbúar og eru sjávarútvegur, byggingastarfsemi, skipaviðgerðir, opinber þjónusta og ferðaþjónusta áberandi atvinnugreinar auk langrar sögu heilbrigðisþjónustu í bænum. Stykkishólmur hefur verið miðstöð opinberrar þjónustu á Snæfellsnesi frá seinni hluta 19. aldar þegar sýslumaður, læknir og apótekari settust hér að. Söfn og afþreyingarmöguleikar fyrir ferðamenn eru fjölbreyttir auk þess sem náttúra svæðisins er einstök þar sem stutt er á áfangastaði á Snæfellsnesi, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul að ógleymdum eyjunum óteljandi á Breiðafirði. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári á svæðinu og eru tækifæri til uppbyggingar mörg. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir frá Stykkishólmi.