Safn merkinga Aðsent efni

Árás á landsbyggðina

Nýútkomið frumvarp til fjárlaga vekur litla hrifningu, þar er skorið niður hægri vinstri og þeim síst hlíft sem hlífa skyldi. Eftir erfiðan óhjákvæmilegan niðurskurð eftir Hrunið var loksins farið að sjá fyrir endan á niðurskurði, sett af stað og metnaðarfull uppbyggingaráætlun sett af stað með fjárfestingaráætlun þar sem fjöldi brýnna …

Meira..»

Lestrarátak Grunnskólans í Stykkishólmi

Við Grunnskólann í Stykkishólmi hefur undanfarin misseri verið unnið að læsisstefnu skólans. Í henni er sett fram það skipulag sem við viljum hafa á lestrarkennslu í skólanum. Stefnunni verður fylgt úr hlaði með þriggja ára þróunarverkefni sem hrundið er af stað til að efla lestrarfærni og málskilning nemenda skólans.

Meira..»

Efling heimaþjónustu sveitarfélaganna

Eitt af þjónustusviðum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er rekstur heimaþjónustu í aðildarsveitarfélögum byggðasamlagsins.  Markhópar þjónustunnar eru eldri borgarar, öryrkjar og aðrir þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.  Í kjölfar umsókna fer fram þjónustumat á aðstæðum umsækjenda.  Eldri borgarar eru stærsti þjónustuhópurinn og fjölgar þeim milli ára.

Meira..»

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins verður haldin laugardaginn 28. september í íþróttahúsi Snæfellsbæjar klukkan 11:30. Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, bestu og markahæstu leikmenn á liðnu sumri. Leikmenn Pepsideilarliðs Víkings sjá um að veita krökkunum viðurkenningarnar.

Meira..»

DÚKAR – FUGLAR – HNÍFAR

Laugardaginn 21. september kl. 14-16, opnar sjötta sýningin af sjö í sýningarröðinni „Matur er manns gaman“ í  Leir 7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi.  Í þetta sinn sýna Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir og Páll Kristjánsson, textíl, útskurð og hnífa.  Helga útskrifaðist frá textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki (UIAH) í …

Meira..»

Krabbameinsleit

Ágætu konur í Stykkishólmi og nágrenni. 9.og 10 október næstkomandi verður boðið upp á krabbameinsleit á heilsugæslunni hjá okkur í Stykkishólmi.  Þessi þjónusta hefur komið til okkar á 2ja ára fresti árum saman og hefur þáttakan oftast verið góð hér. Þó hefur dregið úr þáttöku hér eins og annars staðar …

Meira..»

Ljóðalestur á degi íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru, mánudaginn 16. september, býður þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á ljóðalestur í þjóðgarðinum. Farið verður með rútu um þjóðgarðinn, lesin ljóð og áð á nokkrum stöðum þar sem skilti með ljóðum hafa verið sett upp.

Meira..»

Hrannarbúðin til sölu

Ágætu viðskiptavinir nær og fjær! Allt hefur sinn tíma, segir í mál-tækinu og til þessa máltækis varð okkur hjónunum hugsað þegar við tókum þá ákvörðun að hætta rekstri Hrannarbúðarinnar.   Það er rétt að geta þess að með þessari ákvörðun erum við ekki að segja að þessi rekstur sé vonlaus …

Meira..»