Safn merkinga Aðsent efni

Fréttir frá Rauða kross deild Stykkishólms

Föt sem framlag Nú á dögunum lauk árlegu verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag. Voru það kennarar og nemendur í 10.bekk Grunnskólans í Stykkishólmi sem prjónuðu peysur sem settar voru í fatapakka sem sendir verða til Hvíta-Rússlands fyrir ungabörn á aldrinum 0-12 mánaða. Einnig voru í pakkanum föt sem sjálfboðaliðar …

Meira..»

Frá ungu fólki fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi

Snæfríður ungt fólk á Snæfellsnesi er nýstofnaður hópur undir merkjum Svæðisgarðs Snæfellinga. Til að byrja með var vinnuheiti hópsins Ungmennaráð Svæðisgarðsins en hópurinn hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Snæfríður, ungt fólk á Snæfellsnesi. Markhópurinn er fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur áhuga á Snæfellsnesi. Markmið hópsins …

Meira..»

Bátadagar á Breiðafirði

Hinir árvissu bátadagar verða haldnir á Breiðafirði þann 6. og 7. júlí n.k. Það er Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn.

Meira..»

Góðir gestir í heimsókn hjá Royal Rangers

Royal Rangers heimsóknin sem við fengum um helgina gekk frábærlega!  Guð blessaði okkur með frábæru veðri eins og svo oft áður. Við tókum á móti strákunum á okkar frábæra útivistar- og hobbýbýlasvæði í Nýræktinni.  Það fengu þeir að sjá ýmislegt skemmtilegt og smakka margt undarlegt eins og súra hrútspunga og …

Meira..»

Pascal Pinon með ókeypis tónleika í Grundarfjarðarkirkju

Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum landið í sumar og halda tónleika í 5 kirkjum ásamt blásaratríói. Sunnudagskvöldið 30. júní ætla þær að vera með tónleika í Grundarfjarðarkirkju klukkan 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi og síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við …

Meira..»

Hólmarinn heim

Nú er að verða komið ár síðan ég flutti aftur í Stykkishólm eftir 12 ára fjarveru. Á þeim tíma bauðst mér aðeins tjaldstæði og útiklósett þegar maður sótti bæinn heim þessi fáu skipti sem ég kom. Ég hef alltaf elskað þennan bæ ég hef hrósað og dásamað hann vegna fegurðar. …

Meira..»

Gestir hjá Royal Rangers

Helgina 21.- 23. júní verður hér Royal Ragners hópur frá Bandaríkjunum í heimsókn.  Um er að ræða tíu drengi og tvo fullorðna. Þá langar að hitta Royal Rangers krakkana hér og alla þá krakka sem áhuga hafa á að koma og vera með, foreldrar eru líka velkomnir.  Strákana langar að …

Meira..»

Aðalfundur Þróunarfélags Snæfellinga

Aðalfundur Þróunarfélags Snæfellinga var haldinn föstudaginn 7. júní s.l. á Hótel Hellissandi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti formaður stjórnar Halldór Árnason skýrslu um verkefni félagsins.  Sérstakir gestir fundarins voru  Haukur Már Gestsson hagfræðingur Íslenska Sjávarklasans sem kynnti starfsemi Sjávarklasans,  Arnljótur Bjarki Bergsson stöðvarstjóri Matís á Sauðárkróki sem kynnti helstu verkefni Matís …

Meira..»

Aðgangseyrir á söfn og „heimamenn“

Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hefur opnað dyr sínar fyrir sumarið og fengið úrvals sumarfólk til starfa. Dagskráin er aðgengileg á heimasíðunni www.norskahusid.is eða á fasbókinni www.facebook.com/NORSKAhusid.BSH. Aðgangseyrir er kr. 800 í húsið bæði á fastasýningar safnsins (á 2. hæð og í risi) og breytilegar sýningar á 1. …

Meira..»

Tækifærin eru á Snæfellsnesi 

Íbúar fárra landshluta á Íslandi eru betur í sveit settir en íbúar á Snæfellsnesi. Þar er byggðin í mikilli nálægt við gjöful fiskimið, góð tenging samgönguæða er við stærsta markaðssvæði landsins, einstök náttúrufegurð með Eldborg, Löngufjörur, Ljósufjöll, Breiðafjarðareyjar, Kirkjufell, Búðahraun, Þjóðgarðinn og Snæfellsjökul sem laðar að ferðamenn og  þjónustan við …

Meira..»