Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Safn merkinga Amtsbókasafnið

Framtíð Amtbókasafnsins

Ritstjóri Stykkishólmspóstsins hvatti okkur bæjarbúa til að láta álit okkar í ljós um framtíð amtbókasafnsins, þar sem það stendur nú á krossgötum.

Meira..»

Sótt um styrk fyrir Háskólasetur

Stykkishólmsbær vinnur nú að því að tryggja rekstur Háskólaseturs Snæfellsness fyrir árið 2007 en setrið hefur nú starfað síðan í 1.apríl í ár.  Til að tryggja grunnrekstur setursins sækir Stykkishólmsbær um 9,7milljóna króna styrk að til fjárlaganefndar Alþingis.

Meira..»

Skipavíkurhús

Vinna við Skipavíkurhúsið á Aðalgötunni er í fullum gangi og í síðustu viku var lokið við að steypa upp húsið.  Nú er verið að vinna við að setja þaksperrurnar á húsið sem eru úr stáli.

Meira..»

Úr öndvegi í Lönguvitleysu

Síðastliðinn miðvikudag, 17. maí, undirritaði bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar Stykkishólms samkomulag við Artangel í Bretlandi og listakonuna Roni Horn um langtímaleigu á Bókhlöðu Stykkishólms. Menntamála- og samgönguráðuneyti komu einnig að samningnum. Væri allt með felldu hefði þetta átt að vera hátíðleg gleðistund fyrir íbúa bæjarins.

Meira..»

Ætla skal borð fyrir báru

Þessi gamli sjósóknarmálsháttur býður okkur að gæta þess að ofhlaða ekki skipin, þó gott sé í sjóinn. Það sér hver maður bárurnar, í huga sér, skvettast yfir borðstokkinn skelli hann á með kaldaskít – og þá er voðinn vís.

Meira..»

Samningur um Vatnasafn undirritaður

Það var hátíðleg stund í Amtbókasafninu í dag þegar samningur um Vatnasafn „Library of Water“ var undirritaður.  Það skemmdi ekki fyrir að veðrið og umhverfið sem blasti við út um glugga Amtbókasafnsins skartaði sínu fegursta. 

Meira..»

Hverfafundir í Stykkishólmi

Umhverfishópur Stykkishólms fundaði á þriðjudagskvöldið á Ráðhúsloftinu og þar voru m.a. skipulagðir hverfafundir sem verða í bænum í sumar.  En slíkt var einnig gert 2004 með góðum árangri.

Meira..»

Getum við gert allt sem við viljum?

Draumur allra frambjóðenda er að geta komið allri starfsemi bæjarins í viðunandi húsnæði og helst sem glæsilegast þannig að eftir sé tekið.  Í því sambandi skiptir máli fjárhagsleg geta bæjarsjóðs. 

Meira..»