Safn merkinga Amtsbókasafnið

Úr öndvegi í Lönguvitleysu

Síðastliðinn miðvikudag, 17. maí, undirritaði bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar Stykkishólms samkomulag við Artangel í Bretlandi og listakonuna Roni Horn um langtímaleigu á Bókhlöðu Stykkishólms. Menntamála- og samgönguráðuneyti komu einnig að samningnum. Væri allt með felldu hefði þetta átt að vera hátíðleg gleðistund fyrir íbúa bæjarins.

Meira..»

Ætla skal borð fyrir báru

Þessi gamli sjósóknarmálsháttur býður okkur að gæta þess að ofhlaða ekki skipin, þó gott sé í sjóinn. Það sér hver maður bárurnar, í huga sér, skvettast yfir borðstokkinn skelli hann á með kaldaskít – og þá er voðinn vís.

Meira..»

Samningur um Vatnasafn undirritaður

Það var hátíðleg stund í Amtbókasafninu í dag þegar samningur um Vatnasafn „Library of Water“ var undirritaður.  Það skemmdi ekki fyrir að veðrið og umhverfið sem blasti við út um glugga Amtbókasafnsins skartaði sínu fegursta. 

Meira..»

Hverfafundir í Stykkishólmi

Umhverfishópur Stykkishólms fundaði á þriðjudagskvöldið á Ráðhúsloftinu og þar voru m.a. skipulagðir hverfafundir sem verða í bænum í sumar.  En slíkt var einnig gert 2004 með góðum árangri.

Meira..»

Getum við gert allt sem við viljum?

Draumur allra frambjóðenda er að geta komið allri starfsemi bæjarins í viðunandi húsnæði og helst sem glæsilegast þannig að eftir sé tekið.  Í því sambandi skiptir máli fjárhagsleg geta bæjarsjóðs. 

Meira..»

Framtíð Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi

Þann 16. febrúar síðastliðinn tók bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar ákvörðun um framtíðarhúsnæði Amtsbókasafnsins. Samkvæmt henni fer það í bráðabirgðahúsnæði næstu tvö árin og síðan í nýtt húsnæði einhversstaðar að þeim tíma liðnum. Tekið skal fram að bæjarstjórn var einhuga í þessu máli. Um það var sem sagt algjör pólitísk samstaða. Þess vegna …

Meira..»

Bæjarstjórnarkosningar

Stefnuskrá D-listans í Stykkishólmi hefur verið borin út til kjósenda. Hólmurum gefst nú tækifæri til að kynna sér fyrir hvað D-listinn stendur. Við sem að framboðinu stöndum höfum verulegan metnað fyrir hönd allra bæjarbúa og viljum veg sveitarfélagsins sem mestan.

Meira..»

Menningarsamfélagið Stykkishólmur

Hér viljum við hafa hin ýmsu söfn til að stuðla að bættri menningu og gera þetta að virtu menningarsamfélagi svo að heimsbyggðin flykkist hingað til að njóta þess sem við höfum upp á að bjóða t.d. byggðasafn, vatnasafn, eldfjallasafn , sýsluskjalasafn, bátasafn og Amtbókasafn

Meira..»