Afmæli Norska hússins

Mánudaginn 19. júní átti Norska húsið afmæli. En þá voru 185 síðan fótstykkið var lagt að húsinu. Í tilefni dagsins var öllum gestum og gangandi boðið upp á kaffi og kökur. Á safninu er hafinn undirbúningur fyrir þjóðbúingahátíðina Skotthúfuna af því tilefni var  þjóðbúningafræðsla á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands þennan sama dag. Boðið var upp á fræðslu um þjóðbúninga og geymslu þeirra og varðveislu. Gestum bauðst að koma með eigin búninga til skoðunar til að kanna möguleika á lagfæringum og breytingum. Einnig var sýnd útsaumsaðferðin baldýring sem og knipl en það er aðferð til að flétta saman þráð til að búa til blúndur. Skotthúfan verður svo haldin á safninu þann 8. júlí næstkomandi.