Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Fiskmarkaður Íslands og BB og synir ehf í samstarf

Í samstarfinu felst að BB og synir taka að sér löndun og akstur á fiski frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur frá viðskiptavinum Fiskmarkaðs Íslands.

Bæring Guðmundsson stefnir á að láta af störfum hjá Fiskmarkaði Íslands um næstkomandi áramót. Bæring hefur starfað hjá Fiskmarkaði Íslands frá stofnun árið 1991 og verður því skarð fyrir skildi þegar að því kemur. Bæring mun halda áfram í samtarfinu með BB og sonum til áramóta og hjálpa til við það að samstarfið verði sem best.

Þjónusta Fiskmarkaðs Íslands í Stykkishólmi verður óbreytt frá því sem verið hefur. Flestum viðskiptavinum Fiskmarkaðs Íslands ætti að vera kunnugt um nýja samstarfsaðila og hefur því Fiskmarkaður Íslands fulla trú á því að þessi breyting muni ganga vel.

Virðingafyllst,

Aron Baldursson, framkvæmdastjóri.