Norska húsið 185 ára

Næstkomandi mánudag 19. júní eru 185 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í Stykkishólmi. Í tilefni afmælisins verður ókeypis inn á safnið og gestum boðið upp á veitingar milli kl. 15 og 17.

Tilvalið að kíkja á nýju sýningarnar Fuglar og Fantasíur & Snæfellsnes // 中國,við þetta tilefni. Í Krambúðinni er fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun.

Allir eru velkomnir. Norska húsið er opið daglega í sumar frá kl. 11 til 18.