40 ára afmæli endurhæfingardeildar og 25 ára afmæli Háls- og bakdeildar St.Franciskusspítala


Það er gaman að segja frá því að um þessar mundir eru 40 ár frá því endurhæfingadeild var fyrst sett á laggirnar hér á St.Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Kom það til vegna áhuga Str. Lidwinu á að hjálpa sjúklingum enn betur að eflast og styrkjast eftir veikindi eða slys en einnig af þörf og áhuga íbúa bæjarins á því að geta sótt þessa þjónustu í heimabæ sínum. Einhverjir hefðu jafnvel þurft að flytjast búferlum vegna þess að endurhæfing var ekki til staðar í Stykkishólmi.

Endurhæfing hefur eflst og styrkst jafnt og þétt á þessum tíma og eru áherslur orðnar fleiri og víðtækari. Fyrir 25 árum var stofnuð sérhæfð deild til endurhæfingar og þjálfunar einstaklinga með langvinna háls- og bakverki, Háls- og bakdeild SFS og hefur sú deild starfað samfellt nú í 25 ár og því ástæða til að geta þess sérstaklega.

Háls- og bakdeild St.Franciskusspítala HVE Stykkishólmi er því á tímamótum einnig en hún gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir allt landið við að sinna erfiðum háls- og bakverkjum.

Við ætlum að halda uppá þessi tímamót síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18.apríl. Opið hús verður í sal Hótel Franciskus kl.18.00-20.00.

Allir velkomnir

Fh. endurhæfingadeildarinnar, Hrefna Frímannsdóttir