Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aflabrögð

Af aflabrögðum dagana 6. til 13. febrúar er það að frétta að vel hefur fiskast á línu og net þegar litlu bátarnir hafa getað róið vegna veðurs. Enn er sjómannaverkfall og því enginn stór bátur á sjó fyrir utan þann Færeyska Jákup B en hann var í sinni annari löndun í þessari viku. Landaði hann þá rúmlega 37 tonnum og er hann þá búinn að landa 81.997 kílóum. Hjá netabátunum var Bárður SH hæstur með 68 tonn í fimm löndunum þar af 33 tonn einn daginn, Arnar SH 27 tonnum í 2 róðrum, Katrín 12 tonnum í 3 róðrum.

Hjá minni trillunum var Kristinn SH með 42 tonnn í 4 róðrum. Særif SH 39 tonn í 4 róðrum. Bildsey SH 27 tonn í 3 róðrum. Tryggvi Eðvarðs SH 26 tonn í 4 róðrum. Guðbjartur SH 25 tonn í 4 róðrum. Brynja SH 23 tonn í 4 róðrum. Aðrir bátar voru með þetta tvö og uppí átta tonn, Er því aflinn þessa dagana í Ólafsvík og Rifi 425 tonn en enginn bátur landaði á Arnarstapa.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli