Alþingiskosningar, rétt strax


Eins og flestum er kunnugt þá fara fram kosningar til Alþingis laugardaginn 28. október n.k. Framboðslistar munu liggja fyrir 13. október 2017 og þegar þetta er skrifað þá hafa þeir ekki allir verið birtir í NV-kjördæmi. Nýjir flokkar hafa stigið fram á sjónarsviðið og frambjóðendur fært sig til um flokka. Fólk sem orðað hefur verið við framboð fyrir þessar kosningar og býr hér í Stykkishólmi er eftir því sem næst verður komist: Sigurður Páll Jónsson, fyrir Miðflokkinn, Hjördís Pálsdóttir, Bjarki Hjörleifsson og Lárus Ástmar Hannesson fyrir Vinstri græna og Elín Sigurðardóttir fyrir Framsóknarflokkinn. Elín Kristinsdóttir sem bjó hér til margra ára býður sig fram fyrir Bjarta framtíð í NV kjördæmi. Svo virðist sem listar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði óbreyttir frá síðustukosningum í NV.
Þá er bara að fara að ákveða sig?

 

am