Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Anna Soffía í Andorra

Körfuknattleikskonan unga úr Snæfelli, Anna Soffía Lárusdóttir, er nú stödd í Andorra með U 16 landsliði Íslands þar sem stelpurnar taka þátt í C-deild Evrópumótsins.  Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Andorra og Möltu en í A-riðli eru Armenía, Gíbraltar og Wales.  Fyrsti leikur íslensku stelpnanna er í dag kl.16 gegn Möltu og má fylgjast tölfræðilýsingu á honum hér.  Hægt er að fylgjast með leikjum keppninar í tölfræði lýsingu á www.fibaeurope.com.   Sjá má nánar um íslenska liðið á heimasíðu Körfunattleikssambands Íslands kki.is