Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Einsöngstónleikar Sigrúnar

Sigrún Sævarsdóttir verður með einsöngstónleika í Stykkishólmskirkju á sunnudagskvöldið og með henni verður píanóleikarinn Eun Chong Park.
Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Strauss, Puccini og Jón Ásgeirsson, Gunnar Þórðarson, Pál Ísólfsson og Sigfús Einarsson m.a.

Sigrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga og fór þaðan í verkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þaðan fór hún til Danmerkur í framhaldsnám í verkfræðinni en snéri sér aftur að söngnum og hóf framhaldsnám í söng í Leipzig, þar sem hún býr nú. Fullvíst er að spennandi verður að heyra í Sigrúnu nú og hefjast tónleikarnir kl. 20.

am/frettir@snaefellingar.is