Miðvikudagur , 26. september 2018

Fjölbrautaskóli Snæfellinga fyrirmyndarstofnun

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur undanfarin ár valið Stofnun ársins og er það gert með könnun sem unnin er af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið.  Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og er valið er valið á Stofnunum ársins byggt á þeim svörum sem bárust þ.e. frá tæplega 12.000 starfsmönnum hjá ríki og sjálfseignarstofnunum.  Það eru þrjár stofnanir sem fá titilinn Stofnun ársins, hver í sínum flokki sem ræðst af stærð þeirra þ.e.  stór fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri, meðalstór fyrirtæki með 20-49 starfsmenn og minni stofnanir með færri en 20 starfsmenn.  Auk þess að velja stofnun ársins hljóta fimm stofnanir sem efstar eru í hverjum flokki sæmdarheitið Fyrirmyndar stofnun.

Í gær kynnti SFR valið fyrir árið 2015 og þar kom m.a í ljós að Fjölbrautaskóli Snæfellinga var á meðal fimm efstu  í flokki meðalstórra fyrirtækja og hlýtur því sæmdarheitið Fyrirmyndar stofnun en í þeim flokki stóð Menntaskólinn á Tröllaskaga efstur.

Sjá má nánari og ítarlegri umfjöllun á vef SFR