Heilsu-fiskur fyrir fjóra handa Dómó

Ég þakka Dómó kærlega fyrir að skora á mig. Þessi réttur sem ég býð uppá er einn af mínum uppáhalds, í hann má nota alls konar fisk, en þó ekki lax og bleikju.

Glútenlaus, sykurlaus og laktosfrír réttur.

1 laukur smátt saxaður

1 rauð paprika smátt söxuð

1 og hálf tsk. salt

1 og hálf tsk. svartur pipar

1 og hálf tsk. basilika krydd

Hálf tsk. Karrý

Safi úr hálfri appelsínu

400 ml. kóskósrjómi (í pappafernu)

Aðferð:

Setjið vel af avocado olíu á pönnu og hitið. Látið olíuna hitna vel. Látið allt út í olíuna nema kókosrjómann og og appelsínuna. Steikið við háan hita í smá stund. Lækkið svo og látið malla i allavega 15-20 mínútur.

Þegar laukurinn og paprikan er orðin mjúk hækkið þá aftur hitann

Og látið helming af kókosrjómann út í og látið malla þar til kókósrjóminn er orðinn þykkur, bætið þá restinni af kókosrjómann út í og safanum af hálfri appelsínu útí og látið malla þar til sósan er orðin þykk.

Steikið fiskinn á pönnu í avokodoólíu, veltið fiskinum upp úr kókosmjöli og kryddið með salti og pipar, steikið fiskinn sem minnst, þar til kókosmjölið fer að brúnast.

Mér finnst gott að borða með fisknum fínt rifnar niður gulrætur og  kreista yfir þær safann af hinum helmingnum af appelsínunni,  grjón eða kartöflur, og spínat.

Ég skora á vin minn og fyrrum samstarfsmann Gunnar Þór Guðmundsson eða Gunna bakara eins og hann er kallaður, Gunni er mikill matargúru og það verður spennandi að sjá hvað hann kemur með.

Arnar Hreiðarsson