Indverskur réttur Rakelar

Einfaldur, fljótlegur Indverskur réttur.

Kjúklingabringur eða lundir
Stór laukur
Kartöflur
Matvinnslurjómi
Curry paste
Svartur mulinn pipar.

Eldamennskan
Skera allt hráefnið frekar smátt.
Brúna kjúklinginn og laukinn á pönnu eða í potti.
Bæta kartöflunum út í og curry paste
Þá set ég rjómann hann þarf að fljóta yfir og blanda öllu vel saman.
Læt sjóða í ca 30 mín.
Borið fram með sneiddum bönunum,
Má líka nota hrísgrjón.
Ég nota fyrir 5 manns ca 3 parta af kjúklingabringum
eða 1 pk. af lundum má líka notast við góðar lambalundir.
Kartöflur eftir smekk, gott að setja slurk af góðum rjóma og ekki gleyma muldum pipar, Curry pasteið líka eftir smekk.
Gleymið ekki að hræra oft í, rjóminn alltaf viðkvæmur að sjóð við.

Ég skora á Maríus Haraldsson, fjármálastj. hjá Agustsom ehf. að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

Rakel Olsen