Körfubolti

Það verður stórleikur í kvöld í Fjárhúsinu en þá mætir Snæfell Kringum í baráttunni um þriðja sætið í Iceland-Expr.deildinni.  Snæfellingar hafa heldur betur verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum og er ekki hægt annað en að vera ánægður með þá tímasetningu og vonandi að strákarnir haldi þessum dampi það sem eftir er.
Nú eru einungis þrír leikir eftir í deildarkeppninni áður en að úrslitin hefjast.  Fyrsti leikurinn er í kvöld eins og áður sagði en svo eru það Haukarnir á útivelli 5.mars og svo endað á Þórsurum hér heima 9.mars.
Eins og staðan er núna þá er Snæfell í fjórða sætinu sem þýðir að þeir hafa heimaleikjaréttinn í átta liða úrslitunum, þ.e. komi til oddaleiks þá verður sá leikur í Fjárhúsinu.
Snæfell hefur unnið síðustu fjóra leiki sína, eru með 21 stig í + og hafa heldur betur náð varnarleiknum í gang.  Þeir eru að fá á sig að meðaltali 63,75 stig í leik en að vísu ekki að skora meira en 69 stig að meðaltali sem e.t.v. er í lægri kantinum en skiptir hins vegar engu máli meðan leikirnir vinnast.  Það má geta þess svona í lokin að stigaskorið hjá Snæfelli og Njarðvík þ.e. 54-51(105stig)er það nægst lægsta í sögu úrvalsdeildarinnar. Það er aðeins leikur ÍA og Hamars árið 1999  sem er lægri 45-54 (99 stig).

10.flokkur stúlkna
Stelpurnar í 10.flokknum spiluðu um síðustu helgi og stóðu sig feikna vel enduðu í öðru sæti í sínum riðli, sem sýnir að efniviðurinn í körfunni hjá stelpunum er ekki síðri en hjá strákunum.   Það er einnig ágætis rökstuðningur meðgrein Hreins Þorkelssonar hér annarsstaðar í blaðinu.
 
Úrslit
Lau. 25.feb.2006 Snæfell – UMFG  36-53         
Lau. 25.feb.2006 Haukar – Snæfell  33-47
Sun. 26.feb.2006 UMFH – Snæfell  23-71
Sun. 26.feb.2006 Snæfell – UMFN  57-43

Leikir framundan:
Sunnudagur 5.mars
Keppt í riðli 8.flokks karla í Stykkishólmi.  Keppni hefst kl.10:00 og líkur um 15:30.
Strákarnir eiga sinn fyrsta leik kl.  10:00  og mæta þá Reykdælum.  Svo mæta þeir Val kl.11:00.  Síðasti leikurinn hjá þeim er svo gegn Stjörnunni kl.14:00 

Iceland Expr.ka.  Ásvellir        kl.19.15  Haukar – Snæfell