Krabbameinsleit á heilsugæslunni 4.-6. okt. 2017


Ágætu Hólmarar og nærsveitungar. Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins krabb.is eru ýmsar upplýsingar og fræðsla um krabbamein og leitina að þeim.

Konur eru kallaðar inn til sýnatöku frá leghálsi 23 ára til 65 ára. Leghálsskoðanir hjá konum sem ekki hafa greinst með frumubreytingar eru í boði þriðja hvert ár. Ef smit greinist í sýninu fara konur í sérstakt eftirlit miðað við ástæður hverju sinni.
Ef leitað er of sjaldan er hætta á að missa af alvarlegum frumubreytingum og krabbameini en ef leitað er of oft getur það leitt af sér ónauðsynlegt eftirlit eða inngrip. Markmið þjónustunnar er að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum og hafa lífshorfur batnað verulega undanfarin ár. Það er einnig eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á snemmstigum með skipulagðri hópleit. Þar sem brjóst eru mjúk líffæri sem liggja utan á brjóstkassa er oft hægt að greina mein í þeim snemma með því að fara reglulega í brjóstamyndatöku (40-69 ára) og skoða þau reglulega.

Í hópleitinni bjóðum við konum á aldrinum 40-69 ára upp á myndatöku af brjóstum. Það er gert annað hvert ár á þessu aldursskeiði.

Við viljum hvetja konurnar á svæðinu til þess að þyggja þessa þjónustu og bóka tíma þegar þær hafa fengið bréf. Síminn er sem áður 432-1200.

Verið hjartanlega velkomnar.

Kveðja úr heilsugæslunni. Brynja Reynisd. Yfirhjúkrunarfræðingur