Landslagið að breytast

Byggingarframkvæmdir standa nú yfir á lóðinni við Skólastíg 2 á vegum Ellerts Kristinssonar. Langt er síðan hús stóð á lóðinni en Hjaltalínshús brann til kaldra kola árið 1983 og síðan hefur ekki verið bygging þar. Búið er að reisa útveggi úr steyptum einingum og snýr húsið líkt og Hjaltalínshús gerði á sínum tíma og breytist götumyndin nokkuð við byggingu þess.

m/frettir@snaefellingar.is