Listfengi

Þennan litfagra vegg er að finna í Grunnskólanum í Stykkishólmi en nokkrir nemendur í unglingadeildinni hafa staðið í ströngu við að gera gömlu námsbókageymsluna á fyrstu hæðinni að nemendafélagsrými. Nokkra daga tók að vinna þetta munstur með límböndum þvers og kruss, svo úr varð þetta fína munstur. Afraksturinn ekki amalegur! Nú leita nemendurnir til bæjarbúa en húsgögn vantar í rýmið. Helst leita þau eftir sófum og öðru tilheyrandi. Allar nánari upplýsingar veitir Nemanda- íþrótta- og tækniráð grunnskólans.