Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Marta er Skátahöfðingi Íslands

Marta Magnúsdóttir. Mynd: Halldór Vilberg – BÍS

Skátaþing fór fram sl. helgi á Akureyri. Á þinginu var ný stjórn kjörin og var Marta Magnúsdóttir kjörin nýr Skátahöfðingi Íslands.

Marta er frá Grundarfirði og er hún önnur konan sem hlotnast hefur sá heiður að taka þetta embætti. Hún er jafnframt yngsti skátahöfðinginn, 23 ára, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið ötul í starfi skátahreyfingarinnar. Bæði sem þátttakandi og skipuleggjandi.