Mið-austurlanda grænmetis réttur

Ég þakka Magga Bærings fyrir áskorunina, alltaf gaman að deila mataruppskriftum. Þar sem ég breytti matarræðinu mínu í maí og færði mig meira yfir í grænmeti þá er mjög tilheyrandi að deila með ykkur grænmetisrétt. Þessi réttur er smá naglaréttur, má nota það sem þú átt til af rótargrænmeti og öðru grænmeti sem þú átt í ísskápnum.

Innihald:
Butternut grasker
Broccoli og/eða blómkál
Gulrætur
Rauð Paprika
Nýpa
1-2 msk kókosolía
1-2 dósir kókosmjólk
1 dós nýrnabaunir
2 msk grænmetiskraftur (heilsa)
1-2 msk Harissa (chili mauk)
Koriander krydd eftir smekk, ég nota töluvert-þurrkað
Cumin krydd eftir smekk, ég nota töluvert
Pipar eftir smekk, ég nota töluvert
Sætt paprika krydd,
Kurry krydd
Himalaya salt eftir smekk

Aðferð:
Ég saxa allt niður í fallega bita, ekki of stóra, ca. 1 X 1 cm, fer eftir tegund grænmetis. Ég bræði kókosolíu á pönnu, set grænmetið á pönnuna og steiki þannig að það sé orðið mjúkt en ekki gegnum steikt. Bæti við 2 msk af grænmetis krafti og blanda vel saman, bæti svo 1-2 msk af harissa við og blanda vel við grænmetið. Ég krydda fyrstu umferð, salt, pipar, cumin, koríander, curry og leyfi kryddunum aðeins að taka sig, svo bæti ég við 1-2 dósum af kókosmjól. Þú ræður hvað þú vilt hafa réttinn blautan, stundum nota ég 1 dós og svo bara þetta hvíta úr seinni dósinni (sleppi þá kókosvatninu sem skilur sig frá), þá verður rétturinn mjög góður. Ég tek 1 dós af nýrnabaunum, tek vökvann af og set baunirnar saman við grænmetið. Ég smakka svo til og krydda enn meira þangað til ég er komin til mið-austurlanda. Það er hægt að leika sér með kryddið endalaust, bara prufa sig áfram. Ég leyfi þessu svo að malla í svona 15 mín á lágum hita, smakka og sjá hvort grænmetið sé ekki allt orðið gott undir tönn. Ég ber þetta svo fram í skál með kínóa.

Ég skora á Írisi Huld samstarfskonu mína og vinkonu hjá Marz Sjávarafurðum sem er snilldarkokkur.

Erla Björg Guðrúnardóttir