Norðurljósahátíð – Myndir

Norðurljósin, menningarhátíð Hólmara, var haldin í fjórða sinn nýliðna helgi. Fjölmargir viðburðir voru á dagskránni af ýmsum toga og frítt inn á þá flesta. Viðburðir voru vel sóttir og almenn ánægja með hvernig til tókst. Veðrið hefði etv mátt vera hliðhollara hátíðinni suma dagana en stoppaði þó engann. Meðfylgjandi eru myndir frá nokkrum af þeim fjölmörgu viðburðum sem fram fóru. Fermingarsystkinin Þórhildur og Jón Svanur rifjuðu upp minningar úr Tehúsinu forðum í tali og tónum í Vinnustofu Tang&Riis og skapaðist skemmtileg stemning þar. Sumarliði Ásgeirsson og samstarfsfélagar hans á Sjávarpakkhúsinu stóðu að skemmtilegri ljósmyndasýningu utandyra við Sjávarpakkhúsið, sem stendur enn. Salsakommúnan spilaði salsa af miklum eldmóð fyrir þéttskipaðri dansandi Særúnu á laugardagskvöldið.

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

This slideshow requires JavaScript.