Nýir grannar

Eins og fram hefur komið hér á síðum Stykkishólms-Póstsins þá hefur Þröstur nokkur hreiðrað um sig í fjárhústrukknum hans Agnars Jónassonar sem býr hér í næsta nágrenni við ritstjórnina. Þrösturinn og Agnar fara um nágrannasveitir saman t.d. með fé til fjalla og jafnan með unga í eggjum fram til þessa. En lífið heldur áfram og þrösturinn búinn að unga út öllum sínum ungum sem hljóta að verða mjög sjóaðir bæði eftir sérstakan hreiðurtíma í eggjum og farið víða ekki síður en eftir að þeir litu dagsins ljós.

am/frettir@snaefellingar.is