Óvinir í Stykkishólmi

Óvinir er framsækið samstarfsverkefni ljóðskálda sem vinna saman í pörum við gerð nýrra verka til upplestrar í London, Reykjavík og Stykkishólmi. Verkefnið er hluti af verkefninu Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Föstudagnn 22.janúar verður dagskrá undir yfirfskriftinni Óvinir í Iðnó í Reykjavík. Laugardagskvöldið 23. janúar verður dagskrá í Vatnasafninu með sömu yfirskrift. Fram koma Bryndís Björgvinsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Valgerður Þóroddsdóttir & SJ Fowler með tónlist og ljóð. Valgerður Þóroddsdóttir stendur fyrir ljóðaútgáfunni Partus Press og hefur m.a. gefið út Meðgönguljóð en þau Valgerður og Marteinn Sindri tónlistarmaður skipuleggja viðburðinn í Vatnasafninu. Marteinn Sindri spilaði á Sjávarpakkhúsinu í ágúst s.l. ásamt Markúsi Bjarnasyni en þar var kynntur nýútkominn diskur „Marcus and the diversion sessions“. Marteinn Sindri vinnur nú að sólóplötu og mun flytja efni af henni í Vatnasafninu. Það var ekki síst Stykkishólmur og Vatnasafnið sem heilluðu skipuleggjendur auk þess sem stuðningur Sjávarpakkhússins, Harbour Hostel, Vatnasafnsins og vina hér sem varð til þess að viðburðurinn kemur hingað. Ljóðabækur verða til sölu á staðnum. Dagskráin hefst kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

 

vefur@snaefellingar.is