Réttir fararskjótar

IMG_3157Eftir milt og gott haust datt aðventan inn með vetri svo um munaði þegar fór að snjóa s.l. föstudag. Allt varð í senn hvítt og hreint. Sumir flugu á hausinn í hálkunni og góð sala var í mannbroddum og snjókústum fyrir bílana. Börnin tóku fram sleða og hótelbrekkan er vel nýtt ásamt öðrum þeim brekkum sem finnast hér í nágrenninu. Krakkarnir ætla greinilega ekki að missa frá sér tækifæri til að renna á sleða því við anddyri grunnskólans í gærmorgun biðu þar ýmsar tegundir á fákum til að þeysa niður brekkurnar.

 

sp@anok.is