Samræmd próf í Stykkishólmi

Á árinu 2017 var prófað í mars hjá 9. og 10.bekk í ensku, íslensku og stærðfræði. Nú í haust var prófað í 4. og 7. bekk. Menntamálastofnun birtir ekki niðurstöður prófa ef próftakar í hverjum árgangi í hverjum skóla eru færri en 11 nemendur. Það gerðist nú í 7. bekk á haustddögum og hefur grunnskólinn því ekki tölur um niðurstöður í þeim árgangi.
En landsmeðaltal normaldreifðra einkunna er 30 og það er það sem Grunnskólinn setur sér sem takmark að ná eða vera hærri hverju sinni. Ekki eru þreytt veikindapróf og því geta nemandatölur verið mismunandi í sama árgangi á milli prófa. Miklar greiningar liggja fyrir um prófþætti í hverju prófi fyrir skólana sem er gott tæki til að skerpa á því sem þarf í náminu, enda prófin könnunarpróf. Í meðfylgjandi töflu má sá meðaltalið í GSS en þar þarf að bæta úr í sumum fögum á meðan önnur eru í ágætis farvegi.

am