Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Slökkvilið eignast köfunarbúnað

Slökkviliði Snæfellsbæjar barst höfðingleg gjöf á dögunum sem afhent var á 112 deginum um síðustu helgi. Í tilefni af því að Þorgils Björnsson „Lilli á Grund” hefði orðið 90 ára þann 14. febrúar síðastliðinn. Færði fjölskylda hans slökkviliðinu 400 þúsund krónur að gjöf til kaupa á neyðarköfunarbúnaði í minningu hans, en hann lést af slysförum.
Hafnir Snæfellsbæjar höfðu áður fært slökkviliðinu tvo þurrbúninga að gjöf. Vill Slökkvilið Snæfellsbæjar koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessar góðu gjafir sem munu án efa nýtast mjög vel.
þa/Bæjarblaðið Jökull