Snæfell áfram í bikarnum

Snæfell og Valur mættust á Hlíðarenda í dag í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna.  Snæfell náði strax yfirhöndinni í leiknum og hélt henni leikinn út og vann á endanum öruggan sigur  58-78.  Snæfellsstúlkur eru þar með komnar áfram í 4 liða úrslitin ásamt Grindavík, Keflavík og Stjörnunni.  Það má geta þess að Grindavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og slógu lið Hauka úr bikarnum í dag með óvæntum sigri 65-63.  Sigurinn kom ekki síst á óvart vegna þess að Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar lék sinn fyrsta leik með Haukum í dag.  Með leikjunum í dag lauk 8 liða úrslitum og þau lið  sem eru þá komin áfram í 4 liða úrslitin eru Snæfell, Grindavík, Keflavík og Stjarnan.

Samkvæmt mótaskrá KKÍ þá munu leikirnir í 4 liða úrslitum bikarkeppni kvenna verða leiknir helgina 23.-25.janúar.

Tölfræðin úr leik Snæfells og Vals hér.