Styrkur á aðfangadag

Björgunarsveitinni Lífsbjörgu barst höfðingleg gjöf á aðfangadag.Lionsklúbbur Ólafsvíkur og Lionsklúbburinn Rán í Ólafsvík færðu þá björgunarsveitinni eina milljón króna að gjöf.
Voru peningarnir ágóði af happdrætti sem klúbbarnir stóðu fyrir til styrktar Lífsbjörgu. Það voru þau Björn Hilmarsson og Þórey Úlfarsdóttir sem sáu um að afhenda gjöfina fyrir hönd lionsklúbbanna en Halldór Sigurjónsson formaður Lífsbjargar veitti þeim viðtöku ásamt Hafrúnu Ævarsdóttur, Patryk Zolobow og Ægi Þór Þórssyni.
Bæjarblaðið Jökull/þa