Skonsuterta

Takk fyrir áskorunina Svava Pétursdóttir.

Ég ætla að koma með hina sívinsælu skonsutertu sem hefur gengið á milli kynslóða í móðurætt minni og er ómissandi í veislur.

Skonsur
4 egg
1 bolli sykur
3 bollar hveiti
4 tsk ger
Mjólk

Þeyta egg og sykur vel saman
Bæta hinu út í og svo mjólk.

Hangikjötssalat sett á milli.

Skreyti ég með
rauðkál, gúrku, tómata, egg, papriku,vínber,ferskjum.

Verði ykkur að góðu

Ég ætla að senda pennann yfir til Ragnars Inga Sigurðssonar kennara og nýjasta hólmarans.

Bestu kveðjur,
Dagný Ósk Hermannsdóttir