Bjór kjúklingur á grillið.

Fyrst krydda ég kjúklinginn með Chicken and Steak og Garlic and Pepper fra Santa maria. Næst sker ég niður lauk og hvítlauk og set í eldfast mót. Þá er að huga að bjórnum , tveir brokkeyingar henta einkar vel. Ég helli vel úr öðrum í eldfasta mótið yfir laukinn og hvítlaukinn opna hinn og þræði svo kjúklingin upp á dósina upp í endann þannig að hann standi ofan í eldfasta mótinu – undarlegt nokk þá heldur hann bara jafnvægi. Leggirnir virka svona eins og þrífótur með dósinni. Þetta er svo sett á forhitað blúsheitt grillið og lækka hitann á því um leið. Hitinn í grillinu verður það mikill að bjórinn í dósinni sýður og gufan leikur um fuglinn. Gott er að hræra i lauknum af og til. Þetta tekur kannski tæpan klukkutíma – en auðvitað er best að dæma þetta bara með hitamæli kjúklingur þarf að vera 75-78°C til þess að vera alveg eldaður í gegn. Sem meðlæti auka við grillaða laukinn er gott að hafa grillspjót með papriku sveppum og tómötum, grillaðar sætar karteflur í heilu lagi. Ferskt grill salat með jarðaberjum vatnsmelónu bláberjum mangó og káli að eigin vali og annað hvort heit hvítlauksosta sósa þar sem steyptur hvítlauksostur er bræddur í rjóma og einum nautatening bætt í eða köld hvítlaukssósa. Ég ætla svo að skora á húsfreyjuna á Felli, hana Gunnhildi Gunnarsdóttur